Innlent

Sambandsleysi á Vestfjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Bilunin veldur víðtæku sambandsleysi á Vestfjörðum
Bilunin veldur víðtæku sambandsleysi á Vestfjörðum Vísir/Egill
Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Bilunin virðist bæði hafa áhrif á netsambönd, fastlínunúmer og farsíma hjá Símanum.

Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við Vísi að ekki sé nákvæmlega vitað hvar bilunin sé eða hvort um sé að ræða bilun í streng eða búnaði. „Það er ekki búið að staðsetja bilunina nákvæmlega, en þetta er á milli Reykhóla og Patreksfjarðar. Allir tiltækir aðilar á Vestfjörðum og Vesturlandi eru á leiðinni á staðinn til að staðsetja bilunina nákvæmlega. Það eru allir farnir af stað.“

Lögregla á Vestfjörðum vill koma þeim skilaboðum á framfæri að ef fólk þarf að ná sambandi við lögreglu þá sé best að koma á næstu lögreglustöð eða þá að reyna að hafa samband í gegnum síma hjá aðilum sem eru í viðskiptum við önnur símafyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×