Enski boltinn

Hjörvar: Er Di Matteo eitthvað eftir á?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Störf knattspyrnustjóra á Englandi komu til umræðu í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi, sem var í beinni útsendingu eftir stórleik Manchester City og Liverpool.

Crystal Palace vantar stjóra eftir að Tony Pulis sagði upp störfum 48 klukkustundum fyrir mót, en MalkyMackay sem átti að taka við kemur ekki lengur til greina eftir skandalinn sem hann lenti í.

„Það er einn stjóri sem aldrei er minnst á. Hann vann Meistaradeildina fyrir tveimur árum síðan. Kom síðan bara í ljós að hann er eitthvað eftir á?“ sagði HjörvarHafliðason og vísaði þar til Roberto Di Matteo.

„Ég skil þetta ekki. Roberto Di Matteo vinnur Meistaradeildina 2012, en svo er komið fram við hann eins og plastpoka. Hann er aldrei orðaður við stöðurnar.“

„Ég er alltaf að velta þessu fyrir mér þegar það losnar starf. Í úrslitaleiknum 2012 var hann með miklu lélegra lið en Bayern, en setti leikinn fullkomlega upp. En það hefur enginn áhuga á honum,“ sagði Hjörvar.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×