Eitt best falda leyndarmál landsins Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn. Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn.
Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira