Erlent

Boko Haram lýsir yfir íslömsku ríki í Nígeríu

Bjarki Ármannsson skrifar
Shekau þakkar „stuðningi Allah“ við Boko Haram í nýju myndbandi.
Shekau þakkar „stuðningi Allah“ við Boko Haram í nýju myndbandi. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram segjast hafa komið á íslömsku ríki í þeim bæjum og þorpum sem þau hafa lagt undir sig í norðausturhluta Nígeríu. Stjórnarher Nígeríu gerir lítið úr yfirlýsingu samtakanna og segir hana „innantóma.“

Leiðtogi Boko Haram, Abubakar Shekau, tilkynnti um þetta í myndbandi sem gefið var út nýlega til að fagna því að liðsmenn samtakanna lögðu undir sig bæinn Gwoza fyrr í mánuðinum. Að sögn BBC, sem fjallar um málið, er ekki víst hvort Shekau hafi lýst yfir stuðningi við samtökin Íslamskt ríki sem lagt hefur undir sig landsvæði í Írak og Sýrlandi undanfarna mánuði.

Þúsundir hafa látið lífið í átökunum í norðausturhluta Nígeríu síðan Boko Haram hóf uppreisn sína árið 2009. Gwoza, þar sem um 260 þúsund manns búa, er stærsti bærinn sem samtökin hafa lagt undir sig til þessa.


Tengdar fréttir

Mannskæðar árásir í Nígeríu

Að minnsta kosti 10 manns hafa fallið í árásum vígamanna, sem talið er að séu liðsmenn öfgasamtakanna Boko Haram, á nokkur þorp í norðausturhluta Nígeríu í dag.

Hófu skothríð í gervi predikara

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru talin standa á bak við skotárás á þorp í grennd við borgina Maiduguri í Nígeríu í dag.

Boko Haram ræna fleiri stúlkum

Að minnsta kosti tuttugu ungum konum var rænt í Nígeríu um helgina og er skæruliðasveitum Boko Haram kennt um verknaðinn. Árásin var gerð aðeins í átta kílómetra fjarlægð frá þorpinu þar sem samtökin rændu um 200 ungum skólastúlkum fyrir um tveimur mánuðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×