Innlent

Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann

Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi
Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi
„Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstjórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip, um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.

Þá reyndi vörubílstjóri á vegum fyrirtækisins að keyra í gegn um þvögu af hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoninu til að komast leiðar sinnar.

Ólafur hafði ekki heyrt af atvikinu þegar Vísir hafði samband. Eftir að hafa kynnt sér málið og horft á myndbandið sem Vísir birti hafði hann samband til að koma því á framfæri að Eimskip líti málið alvarlegum augum.

„Næsta skref verður að vinna með bílstjórum okkar í að koma í veg fyrir svona gerist aftur,“ segir Ólafur og bætir við að einnig verði rætt við skipuleggjendur hlaupsins til að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×