Vörubílstjóri keyrði inn í þvögu hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu Andri Ólafsson skrifar 23. ágúst 2014 16:12 Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson. Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson.
Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38