Skilaboðin eru skýr Birta Björnsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 20:00 Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira