Skilaboðin eru skýr Birta Björnsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 20:00 Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira