Leit hafin að „Svarta bítlinum“ Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2014 10:51 Sérfræðingar hafa varað við að Bretar séu meðal grimmustu liðsmanna samtakanna IS. Vísir/AP Böðullinn í myndbandinu þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley er tekinn af lífi er liðmaður bresks ofsatrúarhóps sem gengur undir nafninu „Bítlarnir“. Þetta segir maður sem var áður haldið í gíslíngu í Sýrlandi þar sem hann var í samskiptum við manninn. Mikil leit stendur nú yfir af böðlinum á myndbandinu sem talar með breskum hreim.Í frétt Daily Mail segir að maður sem áður var í gíslingu segir að hann telji að um Lundúnabúa úr röðum „Bítlanna“ væri að ræða og að hann hafi gengið undir nafninu „John“. Bresk yfirvöld notast nú við háþróaða tækni til að greina rödd böðulsins í myndbandinu til að bera kennsl á manninn. Myndbandið er um fimm mínútur á lengd og hafa þúsundir horft á það á netinu. Í greininni kemur fram að böðullinn sé í Timberland-skóm og tali með Austur-Lundúnahreim. Hefur hann í hótunum ýmist við Barack Obama Bandaríkjaforseta og Vesturlönd. Sérfræðingar hafa varað við að Bretar séu meðal grimmustu liðsmanna IS og að mögulegt sé að Breti hafi verið valinn til verksins að aflífa Foley þar sem slíkt myndi vekja meiri athygli á alþjóðavísu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum. Maður sem haldinn var í gíslingu í sýrlenska bænum Raqqa segir „John“ vera gáfaðan, vel menntaðan og mikinn fylgismann róttækra íslamskra kennisetninga. Segir hann alþjóðlega gísla hafa kallað hann „John“ og aðra breska samverkamenn hans „Bítlana“ þar sem þeir kæmu frá Bretlandi. Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana 21. ágúst 2014 00:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Böðullinn í myndbandinu þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley er tekinn af lífi er liðmaður bresks ofsatrúarhóps sem gengur undir nafninu „Bítlarnir“. Þetta segir maður sem var áður haldið í gíslíngu í Sýrlandi þar sem hann var í samskiptum við manninn. Mikil leit stendur nú yfir af böðlinum á myndbandinu sem talar með breskum hreim.Í frétt Daily Mail segir að maður sem áður var í gíslingu segir að hann telji að um Lundúnabúa úr röðum „Bítlanna“ væri að ræða og að hann hafi gengið undir nafninu „John“. Bresk yfirvöld notast nú við háþróaða tækni til að greina rödd böðulsins í myndbandinu til að bera kennsl á manninn. Myndbandið er um fimm mínútur á lengd og hafa þúsundir horft á það á netinu. Í greininni kemur fram að böðullinn sé í Timberland-skóm og tali með Austur-Lundúnahreim. Hefur hann í hótunum ýmist við Barack Obama Bandaríkjaforseta og Vesturlönd. Sérfræðingar hafa varað við að Bretar séu meðal grimmustu liðsmanna IS og að mögulegt sé að Breti hafi verið valinn til verksins að aflífa Foley þar sem slíkt myndi vekja meiri athygli á alþjóðavísu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum. Maður sem haldinn var í gíslingu í sýrlenska bænum Raqqa segir „John“ vera gáfaðan, vel menntaðan og mikinn fylgismann róttækra íslamskra kennisetninga. Segir hann alþjóðlega gísla hafa kallað hann „John“ og aðra breska samverkamenn hans „Bítlana“ þar sem þeir kæmu frá Bretlandi.
Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana 21. ágúst 2014 00:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45
Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32
Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17
Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana 21. ágúst 2014 00:04