Enski boltinn

Rojo samdi við United til fimm ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcos Rojo kátur á Old Trafford í dag.
Marcos Rojo kátur á Old Trafford í dag. mynd/manutd.com
Manchester United tilkynnti formlega nú rétt í þessu kaup félagsins á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon.

United borgar portúgalska félaginu 20 milljónir evra fyrir Rojo sem gerði fimm ára samning á Old Traffod.

Portúgalski kantmaðurinn Nani fer á láni til Sporting sem hluti af greiðslunni, en Nani spilaði í tvö ár með Sporting áður en hann kom til United.

Rojo, sem var í liði Argentínu á HM sem komst í úrslitaleikinn, lék með Spartak Moskvu í Rússlandi og Estudiantes í heimalandinu áður en hann færði sig um set til Portúgal.

„Það er mikill heiður að geta nú sagst spila fyrir Manchester United. Enska úrvalsdeildin er sú mest spennandi í heimi og að spila í henni og á móti stærstu félögum heims er draumur,“ segir Marcos Rojo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×