Innlent

Hvað finnst ferðamönnum í Reykjavík um yfirvofandi eldgos?

Jarðhræringar í Bárðarbungu hafa vakið athygli víða utan landsteinanna, en fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa nú greint frá kvikuhreyfingu á svæðinu, og þeim áhrifum sem eldgos gæti haft á flugumferð á heimsvísu. Sjá til dæmis hér, r, r,r og hér

Fjölmiðlar ytra hafa sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga, enda hafa fæstir gleymt þeim áhrifum sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugsamgöngur.

Í gær var ákveðið að rýma allt svæðið norðan Dyngjujökul, en þar er ferðamannatímabilið í fullum gangi og því fjöldi ferðamanna á svæðinu.  Jarðhræringarnar í Bárðarbungu eru því nú þegar byrjaðar að hafa áhrif á ferðamannaiðnaðinn - en hvað finnst útlendingunum sjálfum yfirvofandi gos? Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður fór á stúfana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×