Innlent

Rýmingu lokið - TF SIF flaug yfir jökulinn

Tækjabúnaðurinn um borð í TF-SIF er afar háþróaður. Þar er meðal annars meðal annars langdræg ratsjá með mikla greiningarhæfni og öflug hitamyndavél.
Tækjabúnaðurinn um borð í TF-SIF er afar háþróaður. Þar er meðal annars meðal annars langdræg ratsjá með mikla greiningarhæfni og öflug hitamyndavél. Fréttablaðið/Stefán
Rýmingu af hálendinu norðan Dyngjujökuls, þar sem Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi í gær,  lauk upp úr miðnætti, en eitthvað á annað hundrað manns voru á svæðinu í gær. Þar á meðal voru þeir sem dvöldu í skálum í Dreka og í Kverkfjöllum. Lögregla naut aðstoðar björgunarsveitarmanna við verkið og að koma upp skiltum um lokanir á vegum.

Svæðið verður svo væntanlega kembt betur í dag til þess að ganga úr skugga um hvort fleiri ferðamenn séu þar á ferð. Þetta var gert vegna flóðahættu sem þarna gæti orðið ef eldgos hæfist í Bárðarbungu, en jarðvísindamenn búast þó ekki við hamfaraflóði þótt gos hæfist.

Skjálftavirknin í nótt var alveg álíka og undanfarnar nætur, eða um 250 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun, einkum á austara svæðinu, eða þyrpingunni, að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur á Veðurstofunni.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt varð skjálfti upp á þrjú stig suðaustur af Kistufelli, en svo snarpur skjálfti hefur ekki mælst í meira en tvo sólarhringa.

Eftirlitsflugvél Gæslunnar, TF SIF flaug yfir Vatnajökul þegar hún kom til landsins í gærkvöldi, og safnaði gögnum með eftirlits- og ratsjárbúnaði vélarinnar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×