Kristján og Karen stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 31. ágúst 2014 15:30 Kristján Þór Einarsson. Vísir/Daníel Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu uppi sem sigurvegarar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins,Goðamótinu, lauk á Akureyri í dag. Kristján Þór hafði þegar tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann hefur einfaldlega verið óstöðvandi á þessu ári. Er hann ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni ásamt því að hafa unnið Einvígið á Nesinu. Það var meiri spenna í kvennaflokknum en staða Karenar var óneitanlega góð fyrir mótið. Hún sat í efsta sæti áður en mótið hófst og þær sem voru í sætunum þar á eftir voru fjarverandi á þessu móti. Aðeins Signý Arnórsdóttir gat ógnað forskoti hennar en hún hefur orðið stigameistari þrjú ár í röð. Kristján Þór lék á fjórum höggum undir pari í dag og í heildina á þremur höggum undir pari sem skaut honum upp fyrir Gísla Sveinbergsson og í fyrsta sætið sem hann hélt út síðustu níu holur mótsins. Karen hafnaði í öðru sæti á eftir Tinnu Jóhannsdóttir en tryggði sér á sama tíma stigameistaratitilinn en eina konan sem gat ógnað forskoti hennar í dag, Signý, lenti í fjórða sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem báðir þessir kylfingar sigra á Eimskipsmótaröðinni. Lokastaðan í Goðamótinu var eftirfarandi.Karlaflokkur: 1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3) 2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par) 3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216 (+3) Kvennaflokkur: 1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227 (+14) 2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231 (+18) 3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233 (+20) Golf Tengdar fréttir Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu uppi sem sigurvegarar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins,Goðamótinu, lauk á Akureyri í dag. Kristján Þór hafði þegar tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann hefur einfaldlega verið óstöðvandi á þessu ári. Er hann ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni ásamt því að hafa unnið Einvígið á Nesinu. Það var meiri spenna í kvennaflokknum en staða Karenar var óneitanlega góð fyrir mótið. Hún sat í efsta sæti áður en mótið hófst og þær sem voru í sætunum þar á eftir voru fjarverandi á þessu móti. Aðeins Signý Arnórsdóttir gat ógnað forskoti hennar en hún hefur orðið stigameistari þrjú ár í röð. Kristján Þór lék á fjórum höggum undir pari í dag og í heildina á þremur höggum undir pari sem skaut honum upp fyrir Gísla Sveinbergsson og í fyrsta sætið sem hann hélt út síðustu níu holur mótsins. Karen hafnaði í öðru sæti á eftir Tinnu Jóhannsdóttir en tryggði sér á sama tíma stigameistaratitilinn en eina konan sem gat ógnað forskoti hennar í dag, Signý, lenti í fjórða sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem báðir þessir kylfingar sigra á Eimskipsmótaröðinni. Lokastaðan í Goðamótinu var eftirfarandi.Karlaflokkur: 1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3) 2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par) 3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216 (+3) Kvennaflokkur: 1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227 (+14) 2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231 (+18) 3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233 (+20)
Golf Tengdar fréttir Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30