Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. ágúst 2014 10:52 Reynir Traustason. Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn eigenda, viðurkennir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hafi lánað sér persónulega fé til þess að kaupa hlutafé í DV. „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. Reynir segir að lagt hafi verið upp með það gagnvart Guðmundi að hann myndi gerast hluthafi þegar félagið glímdi við hreina neyð. Eftir umhugsun hafi hann hafnað því en boðist til að veita sér lán til að nýta kauprétt á hlutabréfum úr samþykktri aukningu. „Mér var ljóst að fjárfestingin var ótrygg vegna stöðu félagsins. Þessi samningur var gerður á síðasta ári. Þessar skuldbindingar mínar eru hluti af neyðaraðgerðum sem gerðar voru til bjargar félaginu. Auk þess er ég persónulega ábyrgðarmaður á 6 milljóna víxli sem DV ehf. gaf út. Þess utan er ég í ábyrgð upp á rúmar tvær milljónir vegna yfirdráttar fyrirtækisins. Af þessu sést að ég hafði mikla persónulega hagsmuni af því að félagið færi ekki illa,‟ segir Reynir. Reynir hafnar því alfarið að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður DV, segir í innleggi í umræðu í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook, að á mánudaginn hyggist hann ræða við starfsmann Fjölmiðlanefndar og skýra því sem hann viti. „Það er fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. Hennar skylda er að upplýsa um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og fylgjast með leyndum viðskiptaboðum. Nefndin er vissulega veik sökum smæðar en hefur þó rannsóknarheimildir sem mögulega eiga við hér. Þetta er mitt innlegg í umræðuna um þetta mál,“ skrifar Atli Þór. Post by Reynir Traustason. Tengdar fréttir Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn eigenda, viðurkennir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hafi lánað sér persónulega fé til þess að kaupa hlutafé í DV. „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. Reynir segir að lagt hafi verið upp með það gagnvart Guðmundi að hann myndi gerast hluthafi þegar félagið glímdi við hreina neyð. Eftir umhugsun hafi hann hafnað því en boðist til að veita sér lán til að nýta kauprétt á hlutabréfum úr samþykktri aukningu. „Mér var ljóst að fjárfestingin var ótrygg vegna stöðu félagsins. Þessi samningur var gerður á síðasta ári. Þessar skuldbindingar mínar eru hluti af neyðaraðgerðum sem gerðar voru til bjargar félaginu. Auk þess er ég persónulega ábyrgðarmaður á 6 milljóna víxli sem DV ehf. gaf út. Þess utan er ég í ábyrgð upp á rúmar tvær milljónir vegna yfirdráttar fyrirtækisins. Af þessu sést að ég hafði mikla persónulega hagsmuni af því að félagið færi ekki illa,‟ segir Reynir. Reynir hafnar því alfarið að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður DV, segir í innleggi í umræðu í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook, að á mánudaginn hyggist hann ræða við starfsmann Fjölmiðlanefndar og skýra því sem hann viti. „Það er fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. Hennar skylda er að upplýsa um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og fylgjast með leyndum viðskiptaboðum. Nefndin er vissulega veik sökum smæðar en hefur þó rannsóknarheimildir sem mögulega eiga við hér. Þetta er mitt innlegg í umræðuna um þetta mál,“ skrifar Atli Þór. Post by Reynir Traustason.
Tengdar fréttir Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03