Ryan Palmer í forystu eftir fyrsta hring í Boston 30. ágúst 2014 10:41 Ryan Palmer á hringnum í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira