Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 21:48 Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason. Fjárlög Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason.
Fjárlög Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira