KR og Þróttur tryggðu sér í kvöld sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili.
KR lagði HK/Víking, 2-1, í seinni leik liðanna um laust sæti í deildinni en Þróttur vann Fjölni öðru sinni.
KR og HK/Víkingur skildu jöfn í fyrri leiknum en KR vann 2-1 í kvöld. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR í leiknum en Lidija Stojkanvic skoraði mark HK/Víkings.
Þróttur vann fyrri leikinn gegn Fjölni 2-1 og vann svo 0-1 í Grafarvogi í kvöld með marki frá Hörpu Lind Guðnadóttir.
KR og Þróttur mætast síðan í úrslitaleik um sigur í 1. deildinni. Sá leikur fer fram næstkomandi laugardag.
KR og Þróttur í Pepsi-deild kvenna

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



