„Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2014 09:25 Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson. Vísir/Anton „Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“ Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02
Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00
Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18