„Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2014 09:25 Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson. Vísir/Anton „Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“ Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
„Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02
Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00
Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18