Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2014 21:12 Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“ Bárðarbunga Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“
Bárðarbunga Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira