Innlent

Hætt við faglega úttekt á DV

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hallgrímur Thorsteinsson á fundi með blaðamönnum DV í morgun.
Hallgrímur Thorsteinsson á fundi með blaðamönnum DV í morgun. vísir/gva
Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu.

Blaðamenn DV voru ósáttir við þessa ákvörðun og töldu að með henni væri stjórn félagsins að gagnrýna störf blaðamanna. Hallgrímur Thorsteinsson, nýráðinn ritstjóri, fundaði með starfsmönnum í tæpar fjórar klukkustundir í dag.

Samkvæmt tilkynningunni var þess krafist á fundi ritstjórnar í morgun að stjórnin segði Reyni Traustasyni þegar upp störfum. „Sú ákvörðun er eðlilega í höndum stjórnar en ekki ritstjórnar,“ segir Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, í tilkynningunni.

Þriðjudagsútgáfu DV hefur verið frestað um einn dag vegna málsins, en ákveðið hefur verið að DV komi næst út á miðvikudag og þaðan í frá samkvæmt útgáfuáætlun. Þá verða kynntir nýir efnisþættir í DV og á vefsíðu DV á næstu dögum auk þess sem búast má við því að fjölgað verði á ritstjórn miðlanna.


Tengdar fréttir

DV kemur ekki út á morgun

"Deilurnar í hluthafahópnum hafa verið erfiðar og margir eru sárir vegna yfirlýsinga og framgöngu sumra stjórnarmanna,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri blaðsins

Reyni tíðrætt um jakkafötin

Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra.

Reynir bíður eftir brottrekstrinum

„Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“

Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi

Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×