Innlent

Fallegar myndir frá gosstöðvunum í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér má sjá hraunið renna út í Jökulsá á Fjöllum.
Hér má sjá hraunið renna út í Jökulsá á Fjöllum. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Hraunið streymir í farveg Jökulsár á Fjöllum eins og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og tökumaðurinn Egill Aðalsteinsson urðu vitni að í morgun.

Hraunstraumur úr eldgosinu náði út í Jökulsá á Fjöllum í gærmorgun. Þá var flatarmál hraunsins 15,9 ferkílómetrar en var orðið 18.6 ferkílómetra síðdegis í gær. Svarar það til 17 prósenta stækkunar á nokkrum klukkustundum.

Egill Aðalsteinsson tók meðfylgjandi myndir þegar þeir Kristján Már mættu á vettvang í morgun.

Vísir/Egill Aðalsteinsson
Tilkomumikil sýn blasti við Agli og Kristjáni Má í morgun.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Vísir/Egill Aðalsteinsson

Tengdar fréttir

Dregur úr skjálftavirkni en gosið er stöðugt

Hraungosið í Holuhrauni er enn í kröftugum gangi en heldur virðist hafa dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Jarðskjálftavirknin síðan á miðnætti hefur aðallega verið á norðurhluta gangsins, það er að segja inn undir og út fyrir, jaðar Dyngjujökuls og síðan við sjálfa Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×