Lífið

Skrítið að kýla Kevin Costner

Leikarinn Tómas Lemarquis hefur undanfarin ár gert það gott í hinum stóra heimi. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í Evrópu en birtist nú í ár í Hollywoodmyndunum Snowpiercer og Three days to kill þar sem hann lék meðal annars í hasarsenum á móti Kevin Costner.

„Fyrst var þetta rosalega skrítið því Kevin Costner var æskuhetjan mín og allt í einu var ég komin í slag við hann, það var fyndið.“ og bætir við að leikarinn hafi gefið honum góð ráð varðandi leik í slagsmálasenum, sem hann hafði takmarkaða reynslu af fyrir. „Ég hef ekki leikið mikið í slagsmálamyndum og maður æsist upp og vill gera þetta allt hratt. Hann sagði bara: slakaðu á og gerðu þetta helmingi hægar, annars verður bara klippt á mig og mamma þín fær ekki að sjá þig í bíó.“

Tómas ræddi ferilinn við Sigríði Elvu í Fókus á sunnudagskvöldið en þáttinn má sjá með því að smella á hlekkinn hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×