Innlent

„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni fyrr í kvöld. Þar ræddu þeir meðal annars um frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í verslunum.

„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði málið oft hafa verið rætt áður en aldrei hafi það verið klárað. Hann segir kjósendur hafa kallað eftir þessu.

Ögmundur segist telja að öll rök hnígi að því að með fleiri stöðum sem selji áfengi, muni neyslan aukast.

„Frjálsræði í þessum efnum hefur alls staðar leitt til aukinnar neyslu. Þetta sýna kannanir og rannsóknar alls staðar að,“ sagði Ögmundur. Að nú séu tólf áfengisverslanir á höfuðborgarsvæðinu og með því að fjölga þeim í hundrað til hundrað og fimmtíu, þá muni aðgengi að áfengi aukast.

Hann sagði einnig að verð á áfengi myndi hækka. Dreifing þess yrði dýrari og álagning myndi aukast. „Sérstaklega á smáum fámennum stöðum út á landi.“

Þá sagði hann að ætla mætti að úrval yrði minni og þá aftur sérstaklega á fámennum stöðum á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×