Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2014 21:24 Hér má sjá móðuna eins og hún leit út á föstudaginn. Mynd/Edda Kr. Björnsdóttir Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira