„Lánið fer ekkert þótt hún sé farin“ Linda Blöndal skrifar 7. september 2014 19:11 Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira