„Lánið fer ekkert þótt hún sé farin“ Linda Blöndal skrifar 7. september 2014 19:11 Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira