Svipuð virkni í eldgosinu og í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 19:30 Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira