Fótbolti

Undankeppni EM: Danir komu til baka og unnu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Danmörk kom til baka og vann Armeníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2016. Tveimur öðrum leikjum er lokið í dag.

Henrik Mkhitaryan kom Armeníu yfir með einkar fallegu marki, en danska ungstirnið Pierre-Emil Hoejbjerg jafnaði metin eftir 65. mínútu.

Það var svo varamaðurinn Thomas Kahlenberg sem skoraði sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir eftir laglega sendingu frá Nicklas Bendtner.

Norður-Írland gerði góða ferð til Ungverjalands og náðu sigri. Tamas Priskin kom Ungverjalandi yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok, en Niall McGinn jafnaði metin níu mínútum áður en yfir lauk.

Gestirnir frá Norður-Írlandi voru ekki hættir og Kyle Lafferty skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Sannarlega ævintýralegur sigur Norður-Írland í Ungverjalandi og var þetta fyrsti útsigur þeirra síðan í október 2010.

Írland vann magnaðan sigur í Tblisi. Everton-maðurinn Aiden McGeady kom Írlandi yfir, en Tornike Okriashvili jafnaði metin. McGeady var ekki hættur og tryggði Írum sigur í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×