Lífið

„Leoncie heillaði alla upp úr skónum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frosti Logason og Leoncie.
Frosti Logason og Leoncie. Vísir/Stefán
„Þetta bjargaði alveg vikunni minni,“ segir útvarpsmaðurinn Frosti Logason sem var einn fjölmargra sem skellti sér á tónleika indversku prinsessunnar Leoncie á skemmtistaðnum Hendrix í gærkvöldi.

Prinsessan frumflutti nýtt lag á tónleikunum auk þess sem nýtt myndband var frumsýnt. Auk þess fengu allir helstu slagarar hennar í gegnum árin að heyrast nærstöddum til mikillar ánægju.

„Hún tók Ást á pöbbnum tvisvar við mikinn fögnuð viðstaddra,“ segir Frosti og greinilegt er að þar fer mikill aðdáandi Leoncie. Hann segir að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar hún söng lagið Going Places.

„Hún er svo glæsileg og heillaði alla upp úr skónum með þokka sínum og unaðslegum söng.“

Nóg er um að vera hjá Frosta og félögum á X-inu í dag en klukkan 17 fara fram styrktartónleikarnir „Rokk fyrir Frosta“. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar gefa vinnu sína til styrktar hinum sjö ára Frosta Jay Freeman sem greindist með mjög sjaldgæfan erfðasjúkdóm, Ataxia telangiectastia (AT) vorið 2013.

Bubbi Morthems, Helgi Björns, Lay Low, Daníel Ágúst og Lay Low eru meðal þeirra sem koma fram en tónleikarnir hefjast klukkan 17 í Háskólabíó. Nánar um þá hér.

Hér að neðan má sjá stutt myndband sem Frosti tók á tónleikunum í gær auk helsta slagara Leoncie, Ást á pöbbnum, og nýja lagsins, Going Places. Smella þarf á neðri myndböndin tvö og horfa á þau á YouTube.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×