Lewis Hamilton vann á Monza Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. september 2014 13:20 Hamilton tókst að minnka forskot Rosberg ögn í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið. Ræsing Hamilton var afleidd, hann tapaði 3 sætum á fyrsta hring. Hann kvartaði í talstöðinni yfir að bíllinn skipti ekki úr rásham. Liðinu tókst að endurræsa hugbúnaðinn og Hamilton gat haldið ótrauður áfram.Valtteri Bottas átti líka slaka ræsingu. Hann ræsti þriðji en varð ellefti eftir ræsinguna. Bottas tók svo til við að vinna upp sætin sem hann hafði tapað. Hann nýtti fyrstu beygjuna mikið til að taka fram úr. Hann endaði í fjórða sæti.Max Chilton strandaði í mölinni á sjötta hring. Þetta er önnur keppnin á ferlinum sem hann klárar ekki. „Þetta voru ökumannsmistök, mín sök, ég læsti aðeins dekkjunum og flaug yfir kantinn. Þetta voru eingöngu mín mistök og ég vil biðja liðið afsökunnar,“ sagði Chilton þegar hann kom aftur á þjónustusvæðið. Hamilton náði öðru sæti af Bottas á tíunda hring. Þá voru tæplega 2,4 sekúndur í Rosberg. Hamilton gat þá hafið eltingarleikinn. Hamilton náði fyrsta sætinu af Rosberg á hring 28. Rosberg missti af fyrstu beygjunni og þurfti að fara langa leið til að komast aftur inn á brautina. Hamilton hafði nýlega fengið skilaboð um að halda sig vel fyrir aftan Rosberg. Skilaboð sem hann hunsaði með þeim afleiðingum að hann náði forystunni.Alonso og Ferrari áttu ekki góðan dag á heimavelli.Vísir/GettyFernando Alonso hætti keppni á 28. hring vegna bilunar í gírkassanum. Þetta er því fyrsta keppnin sem Alonso klárar ekki í ár. Hingað til hafði hann náð í stig í hverri keppni á tímabilinu hann var sá eini sem gat enn státað af því. Það eru 86 keppnir síðan Alonso hættir vegna bilunar í bíl sínum.Kevin Magnussen á McLaren fékk 5 sekúndna refsingu fyrir að þvinga Bottas út af brautinni í fyrstu beygju.Daniel Ricciardo fékk að heyra í talstöðinni á 45. hring að „Þú ert talsvert fljótari en Vettel, náum honum.“ Áhugaverð skilaboð sem skiluðu sér. Á 46. hring tók hann fram út ríkjandi fjórföldum heimsmeistara. „Við erum liðsfélagar og vinir, verðum alltaf vinir, sagði Hamilton aðspurður hvernig samband hans og Rosberg er. „Því miður gekk þetta ekki upp í dag. Lewis keyrði mjög vel og á þetta skilið,“ sagði Rosberg sem virtist ögn bældur á verðlaunapallinum. „Ég er ánægður með fyrsta verðlaunasætið á tímabilinu. Það er meira á leiðinni frá mér,“ sagði Massa sem var hæst ánægður með afrakstur dagsins.Bottas var upptekinn við framúr akstur í dag og vann sig vel upp listann.Vísir/GettyÚrslit ítalska kappakstursins 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Felipe Massa - Williams - 15 stig 4.Valtteri Bottas - Williams - 12 stig 5.Daniel Ricciardo - Red Bull - 10 stig 6.Sebastian Vettel - Red Bull - 8 stig 7.Sergio Perez - Force India - 6 stig 8.Jenson Button - McLaren - 4 stig 9.Kimi Raikkonen - Ferrari - 2 stig 10.Kevin Magnussen - McLaren - 1 stig 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Nico Hulkenberg - Force India 13.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 14.Pastor Maldonado - Lotus 15.Adrian Sutil - Sauber 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Kamui Kobayashi - Caterham 18.Jules Bianchi - Marussia 19.Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham Fernando Alonso - Ferrari - kláraði ekki Max Chilton - Marussia - kláraði ekki Bilið á milli Hamilton og Rosberg í baráttunni um heimsmeistaratitilinn er nú 22 stig. Spennan eykst þegar keppnunum fækkar. Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Rosberg á þeirri seinni. 5. september 2014 23:00 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í ítalska kappakstrinum. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg verður annar og Valtteri Bottas á Williams verður þriðji. 6. september 2014 12:56 Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49 Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45 Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30 Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00 Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið. Ræsing Hamilton var afleidd, hann tapaði 3 sætum á fyrsta hring. Hann kvartaði í talstöðinni yfir að bíllinn skipti ekki úr rásham. Liðinu tókst að endurræsa hugbúnaðinn og Hamilton gat haldið ótrauður áfram.Valtteri Bottas átti líka slaka ræsingu. Hann ræsti þriðji en varð ellefti eftir ræsinguna. Bottas tók svo til við að vinna upp sætin sem hann hafði tapað. Hann nýtti fyrstu beygjuna mikið til að taka fram úr. Hann endaði í fjórða sæti.Max Chilton strandaði í mölinni á sjötta hring. Þetta er önnur keppnin á ferlinum sem hann klárar ekki. „Þetta voru ökumannsmistök, mín sök, ég læsti aðeins dekkjunum og flaug yfir kantinn. Þetta voru eingöngu mín mistök og ég vil biðja liðið afsökunnar,“ sagði Chilton þegar hann kom aftur á þjónustusvæðið. Hamilton náði öðru sæti af Bottas á tíunda hring. Þá voru tæplega 2,4 sekúndur í Rosberg. Hamilton gat þá hafið eltingarleikinn. Hamilton náði fyrsta sætinu af Rosberg á hring 28. Rosberg missti af fyrstu beygjunni og þurfti að fara langa leið til að komast aftur inn á brautina. Hamilton hafði nýlega fengið skilaboð um að halda sig vel fyrir aftan Rosberg. Skilaboð sem hann hunsaði með þeim afleiðingum að hann náði forystunni.Alonso og Ferrari áttu ekki góðan dag á heimavelli.Vísir/GettyFernando Alonso hætti keppni á 28. hring vegna bilunar í gírkassanum. Þetta er því fyrsta keppnin sem Alonso klárar ekki í ár. Hingað til hafði hann náð í stig í hverri keppni á tímabilinu hann var sá eini sem gat enn státað af því. Það eru 86 keppnir síðan Alonso hættir vegna bilunar í bíl sínum.Kevin Magnussen á McLaren fékk 5 sekúndna refsingu fyrir að þvinga Bottas út af brautinni í fyrstu beygju.Daniel Ricciardo fékk að heyra í talstöðinni á 45. hring að „Þú ert talsvert fljótari en Vettel, náum honum.“ Áhugaverð skilaboð sem skiluðu sér. Á 46. hring tók hann fram út ríkjandi fjórföldum heimsmeistara. „Við erum liðsfélagar og vinir, verðum alltaf vinir, sagði Hamilton aðspurður hvernig samband hans og Rosberg er. „Því miður gekk þetta ekki upp í dag. Lewis keyrði mjög vel og á þetta skilið,“ sagði Rosberg sem virtist ögn bældur á verðlaunapallinum. „Ég er ánægður með fyrsta verðlaunasætið á tímabilinu. Það er meira á leiðinni frá mér,“ sagði Massa sem var hæst ánægður með afrakstur dagsins.Bottas var upptekinn við framúr akstur í dag og vann sig vel upp listann.Vísir/GettyÚrslit ítalska kappakstursins 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Felipe Massa - Williams - 15 stig 4.Valtteri Bottas - Williams - 12 stig 5.Daniel Ricciardo - Red Bull - 10 stig 6.Sebastian Vettel - Red Bull - 8 stig 7.Sergio Perez - Force India - 6 stig 8.Jenson Button - McLaren - 4 stig 9.Kimi Raikkonen - Ferrari - 2 stig 10.Kevin Magnussen - McLaren - 1 stig 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Nico Hulkenberg - Force India 13.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 14.Pastor Maldonado - Lotus 15.Adrian Sutil - Sauber 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Kamui Kobayashi - Caterham 18.Jules Bianchi - Marussia 19.Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham Fernando Alonso - Ferrari - kláraði ekki Max Chilton - Marussia - kláraði ekki Bilið á milli Hamilton og Rosberg í baráttunni um heimsmeistaratitilinn er nú 22 stig. Spennan eykst þegar keppnunum fækkar.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Rosberg á þeirri seinni. 5. september 2014 23:00 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í ítalska kappakstrinum. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg verður annar og Valtteri Bottas á Williams verður þriðji. 6. september 2014 12:56 Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49 Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45 Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30 Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00 Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Rosberg á þeirri seinni. 5. september 2014 23:00
Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30
Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í ítalska kappakstrinum. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg verður annar og Valtteri Bottas á Williams verður þriðji. 6. september 2014 12:56
Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49
Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45
Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30
Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00
Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15