Mesta sig síðan mælingar hófust Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:30 Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira