Mesta sig síðan mælingar hófust Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:30 Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira