Líkur á gosi úr Bárðarbunguöskjunni meiri 6. september 2014 15:23 Vísir/Vilhelm „Það er enn verið að reyna að túlka nákvæmlega hvað þetta er, en atburðarrásin er allavega af þeirri stærðargráðu sem vísindamenn hafa ekki séð hér eftir að mælingar hófust,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna. Hann segir svo mikla breytingu kalla á að farið verði vel yfir allar hugsanlegar sviðsmyndir sem séu mögulegar. „Líkur á gosi í Bárðarbunguöskjunni sjálfri eru kannski meiri að okkar mati, en þær voru áður.“ Víðir segir sérfræðinga vinna út frá því að atburðarrásin geti verið hröð komi til goss í Bárðarbunguöskjunni. „Við gefum okkur að við höfum lítinn tíma til þess að undirbúa okkur. Við ætlum að vinna þetta mjög hratt og fara yfir áætlanir okkar í dag.“ Hann segir líklegt að ekki verði breytingar á rýmingaráætlunum Almannavarna. Fundað verði í dag með lögreglustjórum á Hvolsvelli, Selfossi, Húsavík og Eskifirði um málið. Aðspurður hvort nýju upplýsingarnar gefi í skyn auknar líkur á flóðum segir Víðir það óljóst. „Þarna er þykkasti ísinn á svæðinu og þar af leiðandi hætta á meira vatni. Hinn stóru póllinn í því er hve öflugt eldgos getur verið þarna. Það erum við enn að skoða og fara yfir hvað verður.“ Fundur vísindaráðs Almannavarna hófst klukkan hálf þrjú og þar er farið yfir næstu skref. „Við ætlum að fara mjög ítarlega yfir þessa sviðsmynd um eldgos í Bárðarbunguöskjunni og hvort við þurfum að grípa til einhverra frekari ráðstafana heldur en hefur verið gert.“ Svæðið er nú lokað og einungis eru níu vísindamenn þar. Fólki verður ekki fjölgað á svæðinu. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Það er enn verið að reyna að túlka nákvæmlega hvað þetta er, en atburðarrásin er allavega af þeirri stærðargráðu sem vísindamenn hafa ekki séð hér eftir að mælingar hófust,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna. Hann segir svo mikla breytingu kalla á að farið verði vel yfir allar hugsanlegar sviðsmyndir sem séu mögulegar. „Líkur á gosi í Bárðarbunguöskjunni sjálfri eru kannski meiri að okkar mati, en þær voru áður.“ Víðir segir sérfræðinga vinna út frá því að atburðarrásin geti verið hröð komi til goss í Bárðarbunguöskjunni. „Við gefum okkur að við höfum lítinn tíma til þess að undirbúa okkur. Við ætlum að vinna þetta mjög hratt og fara yfir áætlanir okkar í dag.“ Hann segir líklegt að ekki verði breytingar á rýmingaráætlunum Almannavarna. Fundað verði í dag með lögreglustjórum á Hvolsvelli, Selfossi, Húsavík og Eskifirði um málið. Aðspurður hvort nýju upplýsingarnar gefi í skyn auknar líkur á flóðum segir Víðir það óljóst. „Þarna er þykkasti ísinn á svæðinu og þar af leiðandi hætta á meira vatni. Hinn stóru póllinn í því er hve öflugt eldgos getur verið þarna. Það erum við enn að skoða og fara yfir hvað verður.“ Fundur vísindaráðs Almannavarna hófst klukkan hálf þrjú og þar er farið yfir næstu skref. „Við ætlum að fara mjög ítarlega yfir þessa sviðsmynd um eldgos í Bárðarbunguöskjunni og hvort við þurfum að grípa til einhverra frekari ráðstafana heldur en hefur verið gert.“ Svæðið er nú lokað og einungis eru níu vísindamenn þar. Fólki verður ekki fjölgað á svæðinu.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira