Lífið

Íhugar að fá sér íslenskt húðflúr

Birta Björnsdóttir skrifar
Í hinum sögufræga Súlnasal á Hótel Sögu fer fram alþjóðleg húðfúr-ráðstefna alla helgina. Þar verða samankomnir hátt í fimmtíu húðflúrlistamenn víðsvegar að úr heiminum auk þess sem sverðagleypirinn og fyrirsætan Lucky Hell heiðrar gesti með nærveru sinni.

Þetta byrjaði þannig að maðurinn minn var að gæla við að reyna fyrir sér sem sverðagleypir. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir hans ákvað ég að láta á þetta reyna og komst að því að ég er bara nokkuð góð í þessu," segir Lucky. "En þetta er auvitað stórhættulegt. Þetta er hættulegasta atriðið í sirkusnum."

Lucky ferðast um allan heim og sýnir listir sínar, en það er ekki tilviljun að hún er gjarnan fengin á ráðstefnur á borð við þær sem nú eru í gangi. Hana prýða nefnilega ófá húðflúrin eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Lucky er að heimsækja Ísland í annað sinn og íhugar að fá sér eitt húðflúr til viðbótar að því tilefni.

„Ég kom hingað fyrst í frí fyrr í sumar og varð algjörlega ástfangin af landinu ykkar. Mig langar að fá mér eitthvað húðflúr tengt Íslandi á meðan ég er hér, mögulega eldfjall," segir Lucky.

„Maðurinn minn er með áletrunina Niceland á framhandleggnum, eftir að hafa heimsótt landið ykkar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×