Björn Leifsson mættur á fundinn
Fundurinn var tímasettur klukkan þrjú en töluverðan tíma tók fyrir hluthafa að komast í fundarsal þar sem gaumgæfilega var athugað hvort fundargestir væru ekki örugglega hluthafar. Þurftu þeir að framvísa gögnum og skilríkjum af þeim sökum.
Björn Leifsson, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Guðnason eru á meðal þeirra sem mættir eru á fundinn. Sem kunnugt er keypti Björn, fyrir hönd Lauga ehf., 4,42 prósenta hlut í félaginu á dögunum. Fór hann ekki leynt með þá staðreynd að ástæða kaupanna sé að bola ritstjóranum Reyni Traustasyni af blaðinu. Fór svo að hann seldi Þorsteini hlut sinn í blaðinu en Björn og Þorsteinn voru sammála um að það væri útgáfufélaginu til hagsbóta að Björn og Laugar hverfi úr hluthafahópnum.
Fresta þurfti aðalfundinum síðastliðinn föstudag vegna ágreinings um ársreikninga félagsins.
Tengdar fréttir
Telur stjórnarmenn aðallega mótfallna skrifum um Framsókn og lekamálið
„Málið stendur þannig að það er framhaldsaðalfundur á föstudaginn,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, í þættinum Harmageddon á X-inu.
Deilan um DV: Stjórnarformaður vill úttekt á fjárreiðum félagsins
Þorsteinn Guðnason segist hafa haft áhyggjur af óeðlilegum áhrifum á ritstjórnarstefnu DV.
Sveinn Andri krefur DV um tíu milljónir króna
"Honum er velkomið að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það gerist að maður á þessum aldri, líklega fimmtugur, er í sambandi við jafn ómótaðan einstakling og sextán ára stúlka hlýtur að vera,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Guðmundur í Brimi ætlar að stefna Elliða
"Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu.
Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær.
Fjölmiðlanefnd flýtir skoðun á eignarhaldi
Fjölmiðlanefnd hefur ákveðið að óska eftir upplýsingum um rekstur og eignarhald fjölmiðla í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um málefni fjölmiðla undanfarið.
Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“.
Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV
"Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason.
Björn Leifsson hverfur úr hluthafahópi DV
„Þjóðin hefur nú fengið að sjá hvern mann Reynir Traustason hefur í raun og veru að geyma og ég hef engu við það að bæta.“
Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi
„Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni.