Sport

Heldur vinnunni svo hann geti greitt fyrir krabbameinsmeðferð

Devon Still.
Devon Still. vísir/getty
Eigendur NFL-liða eru ekki bara ósvífnir viðskiptamenn eins og sannaðist hjá Cincinnati á dögunum.

Liðið hafði losað sig við hinn 25 ára gamla Devon Still enda hafði hann ekkert getað á undirbúningstímabilinu.

"Ég skil vel að félagið hafi losað sig við mig enda var ég ekki alveg með hugann við vinnuna," sagði Still en það er góð ástæða fyrir því af hverju hugurinn var annars staðar.

Fjögurra ára dóttir hans er að berjast við krabbamein og hefur sú barátta verið erfið.

Forráðamenn Bengals ákváðu því að ráða Still aftur í æfingahópinn svo hann héldi lágmarkslaunum og gæti greitt fyrir krabbameinsmeðferð dóttur sinnar. Hann æfir því með liðinu en keppir ekki.

"Félagið hefði vel getað sagt að þetta væri viðskiptaákvörðun og losað sig alveg við mig. Þetta er mikil blessun og ég get eytt meiri tíma með henni fyrst ég spila ekki."

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×