Skiptar skoðanir um kannabis: Segja vísbendingar um tengsl milli kannabiss og geðrofs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. september 2014 16:18 Vísbendingar séu um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofa að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. Vísbendingar eru um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofa að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. Í greininni eru niðurstöður 32 rannsókna teknar saman. Kemur fram í Læknablaðinu að þegar niðurstöður rannsóknanna „eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa.“ Þar kemur einnig fram að frekar rannsókna sé þörf „enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra.“ Greinin er skrifuð af Arnari Jan Jónssyni, Heru Birgisdóttur og Engilbert Sigurðssyni. Mikið hefur verið rætt um hvort lögleiða eigi kannabis að undanförnu og í kjölfar þess að fræðigreinin birtist í morgun hefur umræða spunnist upp á samfélagsmiðlum þar sem margir telja hana styðja skoðun þeirra sem vilja ekki lögleiða efnið. Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar – sem eru samtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum – telur að fræðigreinin styrkji málstað samtakanna, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabis. „Okkur finnst þetta styrkja okkar málstað. Í greininni er líka mikið talað um kannabisnotkun 14, 15 og 16 ára unglinga. Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því.“Hugmyndin kviknaði á geðdeild „Tilgangurinn með greininni var að fara yfir þær vísindagreinar sem hafa birst um þessi tengsl og koma því sem þar birtist á framfæri. Við vorum ekki að pæla neitt í hvort ætti að lögleiða kannabis eða ekki,“ segir Arnar Jan Jónsson, einn þriggja höfunda fræðigreinarinnar og heldur áfram: „Hugmyndin að greininni kviknaði þegar ég starfaði á geðdeild. Það kom mér mjög á óvart hvað notkun kannabisefna var algeng þar.“ Arnar Jan segir það standa til að stofna vefsíðu helgaða kannabis. „Við erum búin að stofna fræðslufélag og ætlum að setja á laggirnar heimasíðu. Markmið síðunnar er að auka vitneskju almennings um áhrif kannabis á líkamann. Greinarnar á síðunni verða byggðar á vísindalegum niðurstöðum.“ „Þetta er ekki skaðlaust efni. Þetta eykur hættu á geðrofi. Þetta er punktur sem hefur vantað í umræðuna,“ segir Arnar Jan ennfremur um kannabis.Fagnar því að læknavísindunum fleygir fram „Það hefur hingað til reynst erfitt að sanna með óyggjandi hætti tengslin þarna á milli,“ segir Björgvin Mýrdal um tengsl kananbis og geðrofa og bætir við: „Maður fagnar því að vísindunum hafi fleygt fram þannig að hægt sé að staðfesta þessi tengsl.“ „Við teljum miklu betra fyrirkomulag að hafa þetta allt upp á borðunum og viljum því gera kannabisneyslu löglega,“ segir Björgvin. Hann segir að tíma lögreglu sé betur varið í að eltast við þyngri mál. „Maður hefur til dæmis fylgst með umræðunni um heimilisofbeldi og velt því fyrir sér hvort að lögreglan eigi ekki að beita sér í þannig málum frekar en að vera að handtaka fíkla og leita á fólki á tónlistarhátíðum.“ Í síðustu viku birti bandaríski miðillinn Washington Post umfjöllun um niðurstöður rannsóknar á áhrifa kannabisreykinga á heimilisofbeldi. Í þeim kemur fram að heimilisofbeldi er minnst á þeim heimilum þar sem pör reykja kannabis.Standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi Snarrótin og Háskóli Íslands munu svo standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi. Þá kemur til landsins fræðimaðurinn David Nutt. Á vefsíðu Háskóla Íslands segir:„Prófessor David Nutt er heimsþekktur breskur vísindamaður og sérfræðingur um vímuefnamál. Hann hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ríkjandi orðræðu margra stjórnmálamanna og fjölmiðla um vímuefnamál. Prófessor Nutt álítur á grundvelli rannsókna sinna að flokkunarkerfi vímuefna, sem bresk löggjöf byggist á, sé mestan part hjávísindi og standist ekki fræðilega gagnrýni. Prófessor Nutt er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London.“Þar segir einnig að rúmlega 400 ransóknargreinar eftir Nutt hafi birst í viðurkenndum fagtímaritum. Fyrirlesturinn verður þann 16. september.Miðtaugakerfi unglinga viðkvæmt Í umræðukafla fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu í morgun er sérstaklega fjallað um áhrif kannabisreykinga á unglinga.„Margt bendir til þess að kannabisnotkun á unglingsaldri hafi víðtæk áhrif á vitsmunaþroska og geti meðal annars valdið lakara minni og einbeitingarskorti. Því er líklegt að miðtaugakerfi unglinga sé viðkvæmara fyrir eitrunaráhrifum kannabis en miðtaugakerfi fullorðinna, sem skýri sterk tengsl kannabisnotkunar unglinga og þróunar geðrofssjúkdóma í kjölfarið. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þéttni kannabisviðtaka í miðtaugakerfinu benda til þess að hún sé mest á fósturstigi en minnki jafnt og þétt þangað til fullorðinsaldri er náð. Notkun kannabis á þeim tíma, áður en þéttni viðtakanna nær lágmarki sínu, gæti því fremur útsett unglinga fyrir ýmsum kvillum í miðtaugakerfinu, til dæmis geðrofssjúkdómum, en fullorðna notendur.Í kaflanum kemur einnig fram að styrkur THC fari vaxandi í þeim kannabisefnum sem séu á markaði. „Í ljósi þeirra gagna sem við höfum kynnt í þessari yfirlitsgrein teljum við afar mikilvægt að auka þekkingu lækna, annarra heilbrigðisstétta og almennings á alvarlegum afleiðingum reglulegrar kannabisnotkunar hjá unglingum og ungum fullorðnum og ekki síður á þeirri staðreynd að það er ekki hægt að spá fyrir um hverjir í hópi notenda kannabisefna veikist illa og til lengri tíma.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofa að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. Í greininni eru niðurstöður 32 rannsókna teknar saman. Kemur fram í Læknablaðinu að þegar niðurstöður rannsóknanna „eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa.“ Þar kemur einnig fram að frekar rannsókna sé þörf „enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra.“ Greinin er skrifuð af Arnari Jan Jónssyni, Heru Birgisdóttur og Engilbert Sigurðssyni. Mikið hefur verið rætt um hvort lögleiða eigi kannabis að undanförnu og í kjölfar þess að fræðigreinin birtist í morgun hefur umræða spunnist upp á samfélagsmiðlum þar sem margir telja hana styðja skoðun þeirra sem vilja ekki lögleiða efnið. Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar – sem eru samtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum – telur að fræðigreinin styrkji málstað samtakanna, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabis. „Okkur finnst þetta styrkja okkar málstað. Í greininni er líka mikið talað um kannabisnotkun 14, 15 og 16 ára unglinga. Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því.“Hugmyndin kviknaði á geðdeild „Tilgangurinn með greininni var að fara yfir þær vísindagreinar sem hafa birst um þessi tengsl og koma því sem þar birtist á framfæri. Við vorum ekki að pæla neitt í hvort ætti að lögleiða kannabis eða ekki,“ segir Arnar Jan Jónsson, einn þriggja höfunda fræðigreinarinnar og heldur áfram: „Hugmyndin að greininni kviknaði þegar ég starfaði á geðdeild. Það kom mér mjög á óvart hvað notkun kannabisefna var algeng þar.“ Arnar Jan segir það standa til að stofna vefsíðu helgaða kannabis. „Við erum búin að stofna fræðslufélag og ætlum að setja á laggirnar heimasíðu. Markmið síðunnar er að auka vitneskju almennings um áhrif kannabis á líkamann. Greinarnar á síðunni verða byggðar á vísindalegum niðurstöðum.“ „Þetta er ekki skaðlaust efni. Þetta eykur hættu á geðrofi. Þetta er punktur sem hefur vantað í umræðuna,“ segir Arnar Jan ennfremur um kannabis.Fagnar því að læknavísindunum fleygir fram „Það hefur hingað til reynst erfitt að sanna með óyggjandi hætti tengslin þarna á milli,“ segir Björgvin Mýrdal um tengsl kananbis og geðrofa og bætir við: „Maður fagnar því að vísindunum hafi fleygt fram þannig að hægt sé að staðfesta þessi tengsl.“ „Við teljum miklu betra fyrirkomulag að hafa þetta allt upp á borðunum og viljum því gera kannabisneyslu löglega,“ segir Björgvin. Hann segir að tíma lögreglu sé betur varið í að eltast við þyngri mál. „Maður hefur til dæmis fylgst með umræðunni um heimilisofbeldi og velt því fyrir sér hvort að lögreglan eigi ekki að beita sér í þannig málum frekar en að vera að handtaka fíkla og leita á fólki á tónlistarhátíðum.“ Í síðustu viku birti bandaríski miðillinn Washington Post umfjöllun um niðurstöður rannsóknar á áhrifa kannabisreykinga á heimilisofbeldi. Í þeim kemur fram að heimilisofbeldi er minnst á þeim heimilum þar sem pör reykja kannabis.Standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi Snarrótin og Háskóli Íslands munu svo standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi. Þá kemur til landsins fræðimaðurinn David Nutt. Á vefsíðu Háskóla Íslands segir:„Prófessor David Nutt er heimsþekktur breskur vísindamaður og sérfræðingur um vímuefnamál. Hann hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ríkjandi orðræðu margra stjórnmálamanna og fjölmiðla um vímuefnamál. Prófessor Nutt álítur á grundvelli rannsókna sinna að flokkunarkerfi vímuefna, sem bresk löggjöf byggist á, sé mestan part hjávísindi og standist ekki fræðilega gagnrýni. Prófessor Nutt er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London.“Þar segir einnig að rúmlega 400 ransóknargreinar eftir Nutt hafi birst í viðurkenndum fagtímaritum. Fyrirlesturinn verður þann 16. september.Miðtaugakerfi unglinga viðkvæmt Í umræðukafla fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu í morgun er sérstaklega fjallað um áhrif kannabisreykinga á unglinga.„Margt bendir til þess að kannabisnotkun á unglingsaldri hafi víðtæk áhrif á vitsmunaþroska og geti meðal annars valdið lakara minni og einbeitingarskorti. Því er líklegt að miðtaugakerfi unglinga sé viðkvæmara fyrir eitrunaráhrifum kannabis en miðtaugakerfi fullorðinna, sem skýri sterk tengsl kannabisnotkunar unglinga og þróunar geðrofssjúkdóma í kjölfarið. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þéttni kannabisviðtaka í miðtaugakerfinu benda til þess að hún sé mest á fósturstigi en minnki jafnt og þétt þangað til fullorðinsaldri er náð. Notkun kannabis á þeim tíma, áður en þéttni viðtakanna nær lágmarki sínu, gæti því fremur útsett unglinga fyrir ýmsum kvillum í miðtaugakerfinu, til dæmis geðrofssjúkdómum, en fullorðna notendur.Í kaflanum kemur einnig fram að styrkur THC fari vaxandi í þeim kannabisefnum sem séu á markaði. „Í ljósi þeirra gagna sem við höfum kynnt í þessari yfirlitsgrein teljum við afar mikilvægt að auka þekkingu lækna, annarra heilbrigðisstétta og almennings á alvarlegum afleiðingum reglulegrar kannabisnotkunar hjá unglingum og ungum fullorðnum og ekki síður á þeirri staðreynd að það er ekki hægt að spá fyrir um hverjir í hópi notenda kannabisefna veikist illa og til lengri tíma.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira