Lífið

Ég mæti ekki í dag, drottningin á afmæli

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Beyoncé Knowles-Carter var glæsileg á VMA verðlaunahátíðinni
Beyoncé Knowles-Carter var glæsileg á VMA verðlaunahátíðinni Vísir/Getty
 „Ég tilkynni hér með að ég mun ekki mæta í tíma í dag vegna þess að í dag er mikill hátíðisdagur. Þann 4.september 1981 fæddist guðsgjöfin og drottningin Beyoncé Knowles-Carter. Af virðingu við hana mun ég ekki koma í skólann á þessum drottinsdegi. Ef þú hefur athugasemdir við þetta, endilega sendu mér póst. Og mundu að Beyoncé elskar þig, svo hneygðu þig fyrir hennar tign.“

Þannig hljómaði tölvupóstur frá nemanda við Towson University í Bandaríkjunum sem sendi kennara sínum óvenjulegan tölvupóst í dag. Þar sem hún tilkynnti honum að hún ætlaði ekki að mæta í tíma í dag.

Venjulega væri það ekki í frásögur færandi nema ástæðan sem hún gaf var heldur skondin. Afmælisdagur söngkonunnar Beyoncé Knowles-Carter, en hún fæddist á þessum degi árið 1981 og fagnar því þrjátíu og þriggja ára afmæli sínu í dag.

Nemandinn, sem kallar sig Your Poundcake á twitter, segist hafa sent póstinn fyrir mistök og nú haldi kennarinn hennar sennilega að hún sé snarrugluð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×