Lífið

Húsfyllir í Andrews leikhúsinu

Ellý Ármanns skrifar
myndir/ozzo
Sýningin Keflavík og kanaútvarpið var frumflutt í Andrews leikhúsinu á Ásbrú í gærkvöldi og hófst þar með Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ sem stendur yfir um helgina. Á  sýningunni fóru Bjarni Ara, Matti Matt, Regína Ósk og Sverir Bergmann vægast sagt á kostum ásamt stórhljómsveit og stjórnandanum Arnóri B. Vilbergssyni. Sögumaður var Kristján Jóhannsson.

Eins og sjá má á myndunum var frábær stemning í húsinu.

Þá mátti sjá smástundarsýningu frá kanaútvarpinu og vellinum. Kanaútvarpið eða útvarp ameríska hersins á Miðnesheiði var starfsrækt í rúma hálfa öld og hafði gríðarleg áhrif á tónlistarlífið í landinu. Þar var leikið rokk og ról löngu áður en Útvarp Reykjavík fór að gefa þeirri tónlsitarstefnu gaum.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Ljósanótt.is

Hér má sjá Margréti Sumarliðadóttur hafa hendur í hári Regínu Óskar en henni til aðstoðar eru tvíburadæturnar Sólborg og Sigríður.
Sandra Ósk, Sigurður Smári og Ásta María Jónasdottir.
Sólveig Steinunn Bjarnadóttir, Ragnhildur Gunnlaugsdóttir, Mille Toft Sørensen og Bogey Geirsdóttir.
Boðið var upp á amerískan bjór og sælgæti. Hér eru Kristín Rán Júlíusdóttir, Saga Eysteinsdóttir og Þórhildur Alda Reynisdóttir.
Kristinn Óskarsson nýr framkvæmdastjóri Securitas í Reykjanesbæ prófar útsendingarbúnaðinn hjá kananum og er að sjálfsögðu með Dr. Pepper.
Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta mætti með allt starfsfólkið sitt asamt eiginkonu Ásdísi Pálmadóttur. Fv. Þórgunnur Sigurjónsdóttir,Páll H Ketilsson, Rut Ragnarsdottir, Ásdís Björk Pálmadóttir og Aldís Jónsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×