Í gærkvöldi hafði hraunið úr eldgosinu þakið 9,1 kílómetra svæði.
Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd.
Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum.
Óróinn gekk niður í gærkvöldi og hefur ekki orðið vart aftur í sama mæli og í gær.