Innlent

Flugmaður FÍ tók aukahring yfir gosstöðvarnar

Atli Ísleifsson skrifar
Gott skyggni var yfir gosstöðvunum í kvöld.
Gott skyggni var yfir gosstöðvunum í kvöld. Mynd/Erla Vinsý
Flugmaður í vél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur flaug aukahring yfir gosstöðvarar í Holuhruni. Erla Vinsý Daðadóttir var einn farþeganna í vélinni og birti Icelandair mynd úr síma hennar á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld.

Erla segir í samtali við Vísi að farþegar hafi verið ánægða með ákvörðun flugstjórans sem sagðist vona að enginn væri að flýta sér um of í bæinn.

Erla segir farþega öðru megin í vélinni hafa hrúgast yfir ganginn þegar flogið var yfir gosstöðvarnar. „Það voru allir voðalega ánægðir með þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×