Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2014 17:30 Frá tökum á Nesjavöllum. VÍSIR/pjetur Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint er áætlað að þær standi yfir fram á laugardag. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur systkinanna Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Voru þar á ferðinni „45-50 tökubílar af öllum stærðum og gerðum sem var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra,“ eins og segir í frétt Skessuhorns af heimsókninni.Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl HannahVÍSIR/GETTYÞá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í dag áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna síðdegis. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og þá hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum. Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum. Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint er áætlað að þær standi yfir fram á laugardag. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur systkinanna Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Voru þar á ferðinni „45-50 tökubílar af öllum stærðum og gerðum sem var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra,“ eins og segir í frétt Skessuhorns af heimsókninni.Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl HannahVÍSIR/GETTYÞá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í dag áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna síðdegis. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og þá hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum. Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum. Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42
Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00
Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25
Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00