Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu, norðan Dyngjufjalla.
Einnig hafa nokkrar leiðir upp úr Bárðardal og við Grænavatn verið lokar. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta.
Vísindamenn og fjölmiðlamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni hafa verið kallaðir af svæðinu að skála í Drekagili. Þar mun mannskapurinn vera þar til að frekari upplýsingar berast.
Hafa lokað vegum norðan Dyngjufjalla
Stefán Árni Pálsson skrifar
