Sóknarfæri fyrir íslenskar efnisveitur til að mæta Netflix Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2014 10:09 Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér. Klinkið Netflix Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér.
Klinkið Netflix Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira