Ómarshraun og Kristjánsgígar Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2014 19:30 Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í gærkvöld eftir tillögum að nafni á nýja hraunið sem myndar nú nýtt landslag norðan Vatnajökuls. Áhorfendur tóku vel við sér og bárust fréttastofu hátt tvö hundruð uppástungur. Tillögurnar eru misgóðar vissulega. Ómar Ragnarsson og Kristján Már Unnarsson hafa farið mikinn í umfjöllun um gosið og tengjast nokkrar uppástungur þeim, svo sem Ómarshraun og Kristjánsgígar. Þá var stungið upp á Lekahraun, Næraberg, Æsifréttahraun og að sjálfsögðu Litla Hraun. En þó áðurnefndar tillögur nái líkast til ekki fram að ganga þá segir Hallgrímur J. Ámundason hjá örnefnanefnd að almenningur hafi vissulega sitt að segja. „Við fylgjumst með þessu að sjálfsögðu. Það hafa komið fram ýmis nöfn eins og Holufyllingahraun og nöfn kennd við núlifandi menn sem hafa verið að flækjast þarna um sandana og hraunið,“ segir Hallgrímur. Eins og áður segir bárust fréttastofu fjölmargar tillögur. Tvær stóðu þó upp úr. Annarsvegar Drekahraun sem var nefnt tuttugu og einu sinni og Holuhraun hinsvegar sem fékk fjórtán tilnefningar.Hallgrímur J. Ámundason, stofustjóri á nafnfræðisviði ÁrnastofnunnarEn hver mun á endanum ákveða nafnið? „Það eru ákveðnir aðilar sem hafa það með höndum. Nafnfræðisvið Árnastofnunnar og Landmælingar Íslands. Síðan kemur örnefnanefnd stundum að þessu á síðari stigum.“ En svo á eftir að koma í ljós hvort hið nýja landslag fái yfir höfuð nýtt nafn. Gosið er í Holuhrauni og alls ekkert víst að breyting verði þar á. „Rétt eins og Hekla eða önnur eldfjöll bæta alltaf ofan á sig nýrri kápu þá er ekkert óeðlilegt að þetta hraun heiti áfram Holuhraun þó það hafi heitið það áður líka,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í gærkvöld eftir tillögum að nafni á nýja hraunið sem myndar nú nýtt landslag norðan Vatnajökuls. Áhorfendur tóku vel við sér og bárust fréttastofu hátt tvö hundruð uppástungur. Tillögurnar eru misgóðar vissulega. Ómar Ragnarsson og Kristján Már Unnarsson hafa farið mikinn í umfjöllun um gosið og tengjast nokkrar uppástungur þeim, svo sem Ómarshraun og Kristjánsgígar. Þá var stungið upp á Lekahraun, Næraberg, Æsifréttahraun og að sjálfsögðu Litla Hraun. En þó áðurnefndar tillögur nái líkast til ekki fram að ganga þá segir Hallgrímur J. Ámundason hjá örnefnanefnd að almenningur hafi vissulega sitt að segja. „Við fylgjumst með þessu að sjálfsögðu. Það hafa komið fram ýmis nöfn eins og Holufyllingahraun og nöfn kennd við núlifandi menn sem hafa verið að flækjast þarna um sandana og hraunið,“ segir Hallgrímur. Eins og áður segir bárust fréttastofu fjölmargar tillögur. Tvær stóðu þó upp úr. Annarsvegar Drekahraun sem var nefnt tuttugu og einu sinni og Holuhraun hinsvegar sem fékk fjórtán tilnefningar.Hallgrímur J. Ámundason, stofustjóri á nafnfræðisviði ÁrnastofnunnarEn hver mun á endanum ákveða nafnið? „Það eru ákveðnir aðilar sem hafa það með höndum. Nafnfræðisvið Árnastofnunnar og Landmælingar Íslands. Síðan kemur örnefnanefnd stundum að þessu á síðari stigum.“ En svo á eftir að koma í ljós hvort hið nýja landslag fái yfir höfuð nýtt nafn. Gosið er í Holuhrauni og alls ekkert víst að breyting verði þar á. „Rétt eins og Hekla eða önnur eldfjöll bæta alltaf ofan á sig nýrri kápu þá er ekkert óeðlilegt að þetta hraun heiti áfram Holuhraun þó það hafi heitið það áður líka,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira