Enski boltinn

Gamalt sakamál tefur fyrir frumraun Rojo

Marcos Rojo hefur ekki enn leikið fyrir Manchester United.
Marcos Rojo hefur ekki enn leikið fyrir Manchester United. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að hafa samið við Manchester United fyrir tveimur vikum síðan hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo ekki enn spilað leik fyrir nýja félagið.

Rojo, sem lék sex leiki með Argentínu á HM í sumar, var keyptur til enska liðsins frá Sporting Lissabon fyrir 16 milljónir punda.

Hann hefur hins vegar ekki enn fengið atvinnuleyfi, en upphaflega var talið að ástæðan fyrir því væru deilur um eignarhald á leikmanninum.

Málið virðist hins vegar snúast um gamalt mál, en Rojo fær ekki tilskilið atvinnuleyfi fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í deilu hans og nágranna hans frá árinu 2010.

Verði Rojo fundinn sekur fengi hann væntanlega skilorðsbundinn dóm og yrði fyrirskipað að sinna samfélagsþjónustu í heimalandinu.

Lögmaður Rojos, Fernando Burlando, segir að málið hafi ekki nein áhrif á samning Rojos við Manchester United.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, vonast til að málið leysist sem fyrst.

„Þetta er aðeins tímaspursmál. Ég er knattspyrnustjóri stærsta liðs í heimi, en ég get ekki breytt lögunum.

„Ég hef trú á því að hann verði kominn með atvinnuleyfi þegar við mætum QPR sunnudaginn 14. september,“ sagði Hollendingurinn eftir leik United og Burnley á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Van Gaal ekki hættur á leikmannamarkaðnum

Stuttu eftir að fregnir bárust af því að Manchester United hefði komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á Angel Di Maria fóru breskir miðlar að greina frá því að félagið væri ekki hætt á leikmannamarkaðnum.

Rojo nálgast Manchester United

Argentínski varnarmaðurinn virðist vera á leiðinni til Manchester United en hann staðfesti að Sporting hefði tekið tilboði United við argentínska útvarpsstöð í nótt.

Rojo bað stuðningsmenn Sporting afsökunar

Marcos Rojo bað stuðningsmenn Sporting Lisbon afsökunar í gær en hann hefur neitað að æfa með liðinu undanfarna daga eftir að félagið hafnaði tilboði í hann frá Manchester United.

Van Gaal: Það eru tíu menn meiddir hjá okkur

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er að sjálfsögðu mjög sáttur með komu Angel Di Maria til United en Hollendingurinn er ekki eins kátur með stöðuna á leikmannahópi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×