Braust inn og barði húsráðanda með leikfangasverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 15:12 Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/óká Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36
Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18