Minni skjálftavirkni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2014 13:18 Frá gosinu í morgun. Vísir/Egill Skjálftavirkni á norðvesturhluta Vatnajökuls hefur verið mun minni undanfarnar 24 klst eða um helmingur þess sem hún hefur verið undanfarna daga. Frá miðnætti hafa mælst um 300 skjálftar. Á sama tíma í gær, 1 september, greindust 500 skjálftar á mælum. Skjálftarnir síðan á miðnætti voru við gosstöðvarnar, sá stærsti 3 að stærð. Nokkrir minni voru í ösku Bárðarbungu. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGPS-tæki í nágrenni innskotsins sýnir mun minni færslur en fyrir gosið. Það hefur gerst á sama tíma og skjálftavirknin hefur minnkað. Þetta gefur til kynna að kvikuflæðið inn í ganginn og kvikuflæði inn í gosinu eru gróft séð í jafnvæði eins og er. Engin aska kemur frá gosinu. Hvítur gosmökkur rís um 4,5 km frá gosstöðvunum. Vindáttin stýrir áttinni sem mökkurinn fer. Í gær náði hann um 60 km til norð-norðausturs. Í samanburði við gærdaginn mælist nú meira rúmmál brennisteinsdíoxíðs undan vindi frá eldstöðinni. Sandstormur á gossvæðinu kann að hafa blandað örfínum ögnum upp í gosmökkinn, og kann að útskýra ljósbrúna móðu yfir Eigilsstöðum í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGossprungan er um 1.5 km á lengd um 4.5 km frá jökulrönd Dyngjujökuls. Klukkan 14:00 í gær var flatarmál hraunsins um 4.2 km2, klukkan 8:00 í morgun hafði rönd þess teigt sig 1.5 km til aust-suð-austurs. Eldgosið hledur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Mikill gufustrókur frá Holuhrauni Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum. 1. september 2014 07:17 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Allt við það sama í Holuhrauni Dregið hefur úr skjálftavirkni og var stærsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítið. 2. september 2014 07:10 Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla. 1. september 2014 21:31 Sjá í fyrramálið hvort þrýstingur hafi minnkað Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir óvissuna varðandi jarðhræringarnar vera verulega. 1. september 2014 16:20 Atburðarásin í Bárðarbungu frá A til Ö Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu undanfarnar tvær vikur leiða af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. 2. september 2014 11:06 Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Skjálfti að stærðinni 5,2 varð við Bárðarbungu skömmu fyrir hádegi. 1. september 2014 12:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Skjálftavirkni á norðvesturhluta Vatnajökuls hefur verið mun minni undanfarnar 24 klst eða um helmingur þess sem hún hefur verið undanfarna daga. Frá miðnætti hafa mælst um 300 skjálftar. Á sama tíma í gær, 1 september, greindust 500 skjálftar á mælum. Skjálftarnir síðan á miðnætti voru við gosstöðvarnar, sá stærsti 3 að stærð. Nokkrir minni voru í ösku Bárðarbungu. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGPS-tæki í nágrenni innskotsins sýnir mun minni færslur en fyrir gosið. Það hefur gerst á sama tíma og skjálftavirknin hefur minnkað. Þetta gefur til kynna að kvikuflæðið inn í ganginn og kvikuflæði inn í gosinu eru gróft séð í jafnvæði eins og er. Engin aska kemur frá gosinu. Hvítur gosmökkur rís um 4,5 km frá gosstöðvunum. Vindáttin stýrir áttinni sem mökkurinn fer. Í gær náði hann um 60 km til norð-norðausturs. Í samanburði við gærdaginn mælist nú meira rúmmál brennisteinsdíoxíðs undan vindi frá eldstöðinni. Sandstormur á gossvæðinu kann að hafa blandað örfínum ögnum upp í gosmökkinn, og kann að útskýra ljósbrúna móðu yfir Eigilsstöðum í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGossprungan er um 1.5 km á lengd um 4.5 km frá jökulrönd Dyngjujökuls. Klukkan 14:00 í gær var flatarmál hraunsins um 4.2 km2, klukkan 8:00 í morgun hafði rönd þess teigt sig 1.5 km til aust-suð-austurs. Eldgosið hledur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mikill gufustrókur frá Holuhrauni Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum. 1. september 2014 07:17 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Allt við það sama í Holuhrauni Dregið hefur úr skjálftavirkni og var stærsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítið. 2. september 2014 07:10 Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla. 1. september 2014 21:31 Sjá í fyrramálið hvort þrýstingur hafi minnkað Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir óvissuna varðandi jarðhræringarnar vera verulega. 1. september 2014 16:20 Atburðarásin í Bárðarbungu frá A til Ö Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu undanfarnar tvær vikur leiða af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. 2. september 2014 11:06 Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Skjálfti að stærðinni 5,2 varð við Bárðarbungu skömmu fyrir hádegi. 1. september 2014 12:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Mikill gufustrókur frá Holuhrauni Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum. 1. september 2014 07:17
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Allt við það sama í Holuhrauni Dregið hefur úr skjálftavirkni og var stærsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítið. 2. september 2014 07:10
Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla. 1. september 2014 21:31
Sjá í fyrramálið hvort þrýstingur hafi minnkað Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir óvissuna varðandi jarðhræringarnar vera verulega. 1. september 2014 16:20
Atburðarásin í Bárðarbungu frá A til Ö Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu undanfarnar tvær vikur leiða af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. 2. september 2014 11:06
Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Skjálfti að stærðinni 5,2 varð við Bárðarbungu skömmu fyrir hádegi. 1. september 2014 12:53