Minni skjálftavirkni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2014 13:18 Frá gosinu í morgun. Vísir/Egill Skjálftavirkni á norðvesturhluta Vatnajökuls hefur verið mun minni undanfarnar 24 klst eða um helmingur þess sem hún hefur verið undanfarna daga. Frá miðnætti hafa mælst um 300 skjálftar. Á sama tíma í gær, 1 september, greindust 500 skjálftar á mælum. Skjálftarnir síðan á miðnætti voru við gosstöðvarnar, sá stærsti 3 að stærð. Nokkrir minni voru í ösku Bárðarbungu. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGPS-tæki í nágrenni innskotsins sýnir mun minni færslur en fyrir gosið. Það hefur gerst á sama tíma og skjálftavirknin hefur minnkað. Þetta gefur til kynna að kvikuflæðið inn í ganginn og kvikuflæði inn í gosinu eru gróft séð í jafnvæði eins og er. Engin aska kemur frá gosinu. Hvítur gosmökkur rís um 4,5 km frá gosstöðvunum. Vindáttin stýrir áttinni sem mökkurinn fer. Í gær náði hann um 60 km til norð-norðausturs. Í samanburði við gærdaginn mælist nú meira rúmmál brennisteinsdíoxíðs undan vindi frá eldstöðinni. Sandstormur á gossvæðinu kann að hafa blandað örfínum ögnum upp í gosmökkinn, og kann að útskýra ljósbrúna móðu yfir Eigilsstöðum í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGossprungan er um 1.5 km á lengd um 4.5 km frá jökulrönd Dyngjujökuls. Klukkan 14:00 í gær var flatarmál hraunsins um 4.2 km2, klukkan 8:00 í morgun hafði rönd þess teigt sig 1.5 km til aust-suð-austurs. Eldgosið hledur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Mikill gufustrókur frá Holuhrauni Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum. 1. september 2014 07:17 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Allt við það sama í Holuhrauni Dregið hefur úr skjálftavirkni og var stærsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítið. 2. september 2014 07:10 Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla. 1. september 2014 21:31 Sjá í fyrramálið hvort þrýstingur hafi minnkað Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir óvissuna varðandi jarðhræringarnar vera verulega. 1. september 2014 16:20 Atburðarásin í Bárðarbungu frá A til Ö Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu undanfarnar tvær vikur leiða af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. 2. september 2014 11:06 Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Skjálfti að stærðinni 5,2 varð við Bárðarbungu skömmu fyrir hádegi. 1. september 2014 12:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Skjálftavirkni á norðvesturhluta Vatnajökuls hefur verið mun minni undanfarnar 24 klst eða um helmingur þess sem hún hefur verið undanfarna daga. Frá miðnætti hafa mælst um 300 skjálftar. Á sama tíma í gær, 1 september, greindust 500 skjálftar á mælum. Skjálftarnir síðan á miðnætti voru við gosstöðvarnar, sá stærsti 3 að stærð. Nokkrir minni voru í ösku Bárðarbungu. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGPS-tæki í nágrenni innskotsins sýnir mun minni færslur en fyrir gosið. Það hefur gerst á sama tíma og skjálftavirknin hefur minnkað. Þetta gefur til kynna að kvikuflæðið inn í ganginn og kvikuflæði inn í gosinu eru gróft séð í jafnvæði eins og er. Engin aska kemur frá gosinu. Hvítur gosmökkur rís um 4,5 km frá gosstöðvunum. Vindáttin stýrir áttinni sem mökkurinn fer. Í gær náði hann um 60 km til norð-norðausturs. Í samanburði við gærdaginn mælist nú meira rúmmál brennisteinsdíoxíðs undan vindi frá eldstöðinni. Sandstormur á gossvæðinu kann að hafa blandað örfínum ögnum upp í gosmökkinn, og kann að útskýra ljósbrúna móðu yfir Eigilsstöðum í morgun.Vísir/Egill AðalsteinssonGossprungan er um 1.5 km á lengd um 4.5 km frá jökulrönd Dyngjujökuls. Klukkan 14:00 í gær var flatarmál hraunsins um 4.2 km2, klukkan 8:00 í morgun hafði rönd þess teigt sig 1.5 km til aust-suð-austurs. Eldgosið hledur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mikill gufustrókur frá Holuhrauni Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum. 1. september 2014 07:17 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Allt við það sama í Holuhrauni Dregið hefur úr skjálftavirkni og var stærsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítið. 2. september 2014 07:10 Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla. 1. september 2014 21:31 Sjá í fyrramálið hvort þrýstingur hafi minnkað Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir óvissuna varðandi jarðhræringarnar vera verulega. 1. september 2014 16:20 Atburðarásin í Bárðarbungu frá A til Ö Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu undanfarnar tvær vikur leiða af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. 2. september 2014 11:06 Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Skjálfti að stærðinni 5,2 varð við Bárðarbungu skömmu fyrir hádegi. 1. september 2014 12:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mikill gufustrókur frá Holuhrauni Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum. 1. september 2014 07:17
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Allt við það sama í Holuhrauni Dregið hefur úr skjálftavirkni og var stærsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítið. 2. september 2014 07:10
Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla. 1. september 2014 21:31
Sjá í fyrramálið hvort þrýstingur hafi minnkað Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir óvissuna varðandi jarðhræringarnar vera verulega. 1. september 2014 16:20
Atburðarásin í Bárðarbungu frá A til Ö Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu undanfarnar tvær vikur leiða af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. 2. september 2014 11:06
Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Skjálfti að stærðinni 5,2 varð við Bárðarbungu skömmu fyrir hádegi. 1. september 2014 12:53