Fótbolti

Bað lækni um að taka lappirnar af sér

Gabriel Omar Batistuta.
Gabriel Omar Batistuta. vísir/getty
Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta var svo þjáður er hann lagði skóna á hilluna að hann bað lækni um að taka fæturna af sér.

Batistuta lagði skóna á hilluna árið 2005 eftir 17 ára glæsilegan feril þar sem hann skoraði meðal annars 56 mörk í 78 landsleikjum fyrir Argentínu.

Þegar hann hætti voru lappirnar þó alveg búnar. Kappinn gat ekki einu sinni gengið og meig á sig í rúminu þar sem hann gat ekki labbað inn á salerni.

"Daginn eftir að ég hætti þá gat ég ekki labbað lengur. Ég meig á mig í rúminu þó svo salernið væri aðeins í þriggja metra fjarlægð. Ég vissi að ég gæti ekki labbað þangað," sagði Batistuta.

"Ég fór og hitti lækni sem ég bað um að taka fæturna af mér. Hann leit á mig og sagði að ég væri brjálaður. Ég gat ekki meira og hugsaði til Oscar Pistorius. Ég taldi það vera mína lausn."

Á endanum fékk hann skrúfur í lappirnar og varð í kjölfarið miklu betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×