Innlent

„Ég er þjónandi leiðtogi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er nýr lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún þekkir vel til löggæslumála, en undanfarin ár hefur Sigríður getið sér gott orð sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Sigríður Björk, sem er menntaður lögfræðingur, var í fókus í Íslandi í dag í gær en hún er fyrsta konan sem gegnir starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hún segist ekki hafa fundið fyrir fordómum í starfi sínu vegna þess að hún sé kona.

„Flestir af mínum samstarfsmönnum eru karlmenn og samstarfið gengur ákaflega vel,“ segir Sigríður.

Sigríður var aðstoðarríkislögreglustjóri um tíma og þar á undan sýslumaður á Ísafirði um nokkurra ára skeið. Rifjaði Sigríður upp skemmtilega sögu frá því þegar æstur bæjarbúi á Ísafirði mætti á lögreglustöðina og heimtaði að fá að tala við sýslumann.

Kallað var á Sigríði sem kom fram og spurði hvað gengi á.

„Ég vil ekki hitta neinn ritara,“ hefur Sigríður eftir manninum en um leið tjáði hún honum að hún væri sýslumaðurinn.

„Þá labbar hann í kringum mig hægt og rólega. Mælir mig út. Hann gat keypt á mig nærföt á eftir,“ segir Sigríður og hlær.

„Það er þá svona sem þessi nýja tegund sýslumanna lítur út,“ svaraði maðurinn.


Tengdar fréttir

Stefán kveður lögregluna í dag

Stefán Eiríksson lögreglustóri hefur störf sem sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurbogar á morgun. Samkvæmt ákvörðun bogarráðs er hann ráðinn frá 1. september. Stefán hefur starfað sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×