Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 15:18 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Helgadóttir Mennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson í fangelsinu á Litla-hrauni, neita báðir sök í málinu. Í vitnaleiðslum sögðu þeir að Matthías Máni hefði ýtt í þá og í kjölfarið hefði komið til slagsmála. Þeim er gefið að sök að hafa slegið hann í höfuð og líkama og notað hengilás við verknaðinn. Hengilásinn var að klefa Baldurs Kolbeinssonar, annars ákærðu, og fannst á vettvangi árásarinnar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. Lásinn var sendur til rannsóknar fimm mánuðum eftir atvikið og var því ekki ljóst hvenær blóðið var til komið. Eggert Kári Kristjánsson er einnig ákærður í málinu. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, kom að árásinni. „Matthías lá alblóðugur á íþróttavellinum. Nokkrir fangar voru í kring og meðal þeirra voru þeir Eggert Kári og Baldur Kolbeinsson, en grunur beindist strax að þeim. Eggert var færður í aðskilnað og á leiðinni þangað viðurkenndi hann verknaðinn,“ sagði Tryggvi í vitnaleiðslum í dag. Þá sagði hann að sér hefði til eyrna borist að árásin hefði verið skipulögð. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Selfossi, sem jafnframt bar vitni, sagði Matthías hafa verið illa leikinn eftir árásina. Sauma þurfti þrjá tveggja sentímetra skurði á enni og annað grunnt sár við annað augað. Þá var hann jafnframt með sár við nefrót og bólgið auga. „Miðað við mynstur og annað, þá finnst mér líklegt að áhaldi hafi verið beitt. Þetta var allavega ekki gert með berum höndum. Skurðirnir voru það jafnir,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „En hann var yfirmáta rólegur og einstaklega kurteis. Hann áttaði sig ekki á hlutunum í fyrstu. Þegar hann tók að átta sig þá fór hann aðeins að æsast og fangaverðir fóru þá með hann.“ Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands og er það höfðað af ríkissakóknara. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá því hann var tæplega sautján ára. Eggert Kári á styttri refsiferil að baki. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Mennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson í fangelsinu á Litla-hrauni, neita báðir sök í málinu. Í vitnaleiðslum sögðu þeir að Matthías Máni hefði ýtt í þá og í kjölfarið hefði komið til slagsmála. Þeim er gefið að sök að hafa slegið hann í höfuð og líkama og notað hengilás við verknaðinn. Hengilásinn var að klefa Baldurs Kolbeinssonar, annars ákærðu, og fannst á vettvangi árásarinnar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. Lásinn var sendur til rannsóknar fimm mánuðum eftir atvikið og var því ekki ljóst hvenær blóðið var til komið. Eggert Kári Kristjánsson er einnig ákærður í málinu. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, kom að árásinni. „Matthías lá alblóðugur á íþróttavellinum. Nokkrir fangar voru í kring og meðal þeirra voru þeir Eggert Kári og Baldur Kolbeinsson, en grunur beindist strax að þeim. Eggert var færður í aðskilnað og á leiðinni þangað viðurkenndi hann verknaðinn,“ sagði Tryggvi í vitnaleiðslum í dag. Þá sagði hann að sér hefði til eyrna borist að árásin hefði verið skipulögð. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Selfossi, sem jafnframt bar vitni, sagði Matthías hafa verið illa leikinn eftir árásina. Sauma þurfti þrjá tveggja sentímetra skurði á enni og annað grunnt sár við annað augað. Þá var hann jafnframt með sár við nefrót og bólgið auga. „Miðað við mynstur og annað, þá finnst mér líklegt að áhaldi hafi verið beitt. Þetta var allavega ekki gert með berum höndum. Skurðirnir voru það jafnir,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „En hann var yfirmáta rólegur og einstaklega kurteis. Hann áttaði sig ekki á hlutunum í fyrstu. Þegar hann tók að átta sig þá fór hann aðeins að æsast og fangaverðir fóru þá með hann.“ Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands og er það höfðað af ríkissakóknara. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá því hann var tæplega sautján ára. Eggert Kári á styttri refsiferil að baki.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18