Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 15:18 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Helgadóttir Mennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson í fangelsinu á Litla-hrauni, neita báðir sök í málinu. Í vitnaleiðslum sögðu þeir að Matthías Máni hefði ýtt í þá og í kjölfarið hefði komið til slagsmála. Þeim er gefið að sök að hafa slegið hann í höfuð og líkama og notað hengilás við verknaðinn. Hengilásinn var að klefa Baldurs Kolbeinssonar, annars ákærðu, og fannst á vettvangi árásarinnar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. Lásinn var sendur til rannsóknar fimm mánuðum eftir atvikið og var því ekki ljóst hvenær blóðið var til komið. Eggert Kári Kristjánsson er einnig ákærður í málinu. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, kom að árásinni. „Matthías lá alblóðugur á íþróttavellinum. Nokkrir fangar voru í kring og meðal þeirra voru þeir Eggert Kári og Baldur Kolbeinsson, en grunur beindist strax að þeim. Eggert var færður í aðskilnað og á leiðinni þangað viðurkenndi hann verknaðinn,“ sagði Tryggvi í vitnaleiðslum í dag. Þá sagði hann að sér hefði til eyrna borist að árásin hefði verið skipulögð. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Selfossi, sem jafnframt bar vitni, sagði Matthías hafa verið illa leikinn eftir árásina. Sauma þurfti þrjá tveggja sentímetra skurði á enni og annað grunnt sár við annað augað. Þá var hann jafnframt með sár við nefrót og bólgið auga. „Miðað við mynstur og annað, þá finnst mér líklegt að áhaldi hafi verið beitt. Þetta var allavega ekki gert með berum höndum. Skurðirnir voru það jafnir,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „En hann var yfirmáta rólegur og einstaklega kurteis. Hann áttaði sig ekki á hlutunum í fyrstu. Þegar hann tók að átta sig þá fór hann aðeins að æsast og fangaverðir fóru þá með hann.“ Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands og er það höfðað af ríkissakóknara. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá því hann var tæplega sautján ára. Eggert Kári á styttri refsiferil að baki. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Mennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson í fangelsinu á Litla-hrauni, neita báðir sök í málinu. Í vitnaleiðslum sögðu þeir að Matthías Máni hefði ýtt í þá og í kjölfarið hefði komið til slagsmála. Þeim er gefið að sök að hafa slegið hann í höfuð og líkama og notað hengilás við verknaðinn. Hengilásinn var að klefa Baldurs Kolbeinssonar, annars ákærðu, og fannst á vettvangi árásarinnar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. Lásinn var sendur til rannsóknar fimm mánuðum eftir atvikið og var því ekki ljóst hvenær blóðið var til komið. Eggert Kári Kristjánsson er einnig ákærður í málinu. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, kom að árásinni. „Matthías lá alblóðugur á íþróttavellinum. Nokkrir fangar voru í kring og meðal þeirra voru þeir Eggert Kári og Baldur Kolbeinsson, en grunur beindist strax að þeim. Eggert var færður í aðskilnað og á leiðinni þangað viðurkenndi hann verknaðinn,“ sagði Tryggvi í vitnaleiðslum í dag. Þá sagði hann að sér hefði til eyrna borist að árásin hefði verið skipulögð. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Selfossi, sem jafnframt bar vitni, sagði Matthías hafa verið illa leikinn eftir árásina. Sauma þurfti þrjá tveggja sentímetra skurði á enni og annað grunnt sár við annað augað. Þá var hann jafnframt með sár við nefrót og bólgið auga. „Miðað við mynstur og annað, þá finnst mér líklegt að áhaldi hafi verið beitt. Þetta var allavega ekki gert með berum höndum. Skurðirnir voru það jafnir,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „En hann var yfirmáta rólegur og einstaklega kurteis. Hann áttaði sig ekki á hlutunum í fyrstu. Þegar hann tók að átta sig þá fór hann aðeins að æsast og fangaverðir fóru þá með hann.“ Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands og er það höfðað af ríkissakóknara. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá því hann var tæplega sautján ára. Eggert Kári á styttri refsiferil að baki.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18