Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2014 12:05 Ásta með svartan Pomma í fanginu. Hún segir að hámenntaður maður eins og Árni Stefán eigi ekki að láta annað eins út úr sér og það að kalla sig dýraníðing. visir/gva Eins og Vísir hefur greint frá hefur Ásta Sigurðardóttir hundaræktandi í Dalsmynni stefnt dýralögmanninum Árna Stefáni Árnasyni í því sem stefnir í meiðyrðamál. Í stefnunni er boðuð miskabótakrafa sem nemur tveimur milljónum, sögð í stefnunni síst of há í ljósi allra atvika málsins.Segir Ástu dýraníðing Vísað til margvíslegra ummæla sem Árni Stefán hefur látið falla á bloggsíðu sinni. Ásta segir lögmanninn hafa farið offari í meiðyrðum á hendur sér og sinni starfsemi. „Já, mér finnst það. Hann kallar mig dýraníðing. Það er ekki fallegt orð,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Í stefnunni eru tiltekin fjöldi ummæla Árna Stefáns þar sem hann talar um augljós brot Ástu á Dalsmynni við starfsemi sem hann segir „hvolpaframleiðslu“; að þar fari fram „framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“. Árni metur það svo að við brotum Ástu geti refsing verið allt að tveggja ára fangelsi. Þetta eru kaldar kveðjur frá dýravininum Árna Stefáni til Ástu sem fengist hefur við ræktun hunda í um 20 ár. „Sko, mér finnst að svona hámenntaður maður eins og hann eigi ekki að láta svona út úr sér og hann sagði margt meira.“Kolsvört hundaræktun Ásta segist hafa talað við lögfræðing og hann hafi metið það svo, hiklaust, að rétt væri að fara í mál við Árna Stefán. „Við förum í mál. Ég hef ekki fengið að vera með ræktunina mína öll þessi ár ef ég væri einhver óþverri og færi illa með dýrin.“En, þessi starfsemi að Dalsmynni hefur verið mjög umdeild í gegnum árin? „Já, ég er eini löglegi hundaræktandinn sem má selja hunda í atvinnuskyni. Allir aðrir eru bara að rækta heima hjá sér, svart og sykurlaust.“ Þarna vísar Ásta til þess að þeir aðilar geri hinu opinbera enga grein fyrir starfsemi sinni. Ásta metur það svo að ofsóknir á hendur sér megi rekja til þessara aðila. „Það er múgæsing. Þeir sem eru að rækta þeim svíður það að okkur gengur rosalega vel. Við erum að flytja inn góð dýr og við erum líka að selja góða hvolpa – gæludýr.“Franski bolabíturinn vinsæll Ásta segist hafa fækkað tegundum á síðustu árum, en nú er hún með Franskan bulldog, Pug, Pommerainian, Maltese, Coton de Tulear og Papillon. Hún segir ómögulegt að segja til um hversu marga hunda hún er að selja að jafnaði á mánuði, en hún er með 41 ræktunarhund. „Það fer eftir gotum. Ég set á tíkurnar eftir því hvað er búið að panta mikið. Og fólkið bíður eftir hvolpunum sínum. Það kemur og heimsækir þá, ég kynnist fólki og finnst þetta yndislegt. Börnin mín eru farin, gift og farin að búa og nú er ég með litlu hundana mína. Þetta eru allt smáhundar. Ef ég væri með 41 Labrodor, til dæmis, þá væri allt annað. Þeir þurfa að hreyfa sig svo mikið. Það er nóg að þessir fari út í gerði og hlaupi og hlaupi á túninu. Þeir þurfa ekki mikla hreyfingu, en þeir þurfa mikla ást. Það er sagt að maður geti verið með tíu smáhunda á móti einum, eins og Labrador. Þeir borða lítið og kúka lítið.“ Og hvað kosta svo hvolparnir? Ásta segir að það sé frá 180 þúsund krónum allt uppí 350 þúsund, en þar er um að ræða Franska bulldog-inn. „Hann er mjög vinsæll í dag. Ég er með tvö got í gangi og það er allt upppantað.“ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur Ásta Sigurðardóttir hundaræktandi í Dalsmynni stefnt dýralögmanninum Árna Stefáni Árnasyni í því sem stefnir í meiðyrðamál. Í stefnunni er boðuð miskabótakrafa sem nemur tveimur milljónum, sögð í stefnunni síst of há í ljósi allra atvika málsins.Segir Ástu dýraníðing Vísað til margvíslegra ummæla sem Árni Stefán hefur látið falla á bloggsíðu sinni. Ásta segir lögmanninn hafa farið offari í meiðyrðum á hendur sér og sinni starfsemi. „Já, mér finnst það. Hann kallar mig dýraníðing. Það er ekki fallegt orð,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Í stefnunni eru tiltekin fjöldi ummæla Árna Stefáns þar sem hann talar um augljós brot Ástu á Dalsmynni við starfsemi sem hann segir „hvolpaframleiðslu“; að þar fari fram „framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“. Árni metur það svo að við brotum Ástu geti refsing verið allt að tveggja ára fangelsi. Þetta eru kaldar kveðjur frá dýravininum Árna Stefáni til Ástu sem fengist hefur við ræktun hunda í um 20 ár. „Sko, mér finnst að svona hámenntaður maður eins og hann eigi ekki að láta svona út úr sér og hann sagði margt meira.“Kolsvört hundaræktun Ásta segist hafa talað við lögfræðing og hann hafi metið það svo, hiklaust, að rétt væri að fara í mál við Árna Stefán. „Við förum í mál. Ég hef ekki fengið að vera með ræktunina mína öll þessi ár ef ég væri einhver óþverri og færi illa með dýrin.“En, þessi starfsemi að Dalsmynni hefur verið mjög umdeild í gegnum árin? „Já, ég er eini löglegi hundaræktandinn sem má selja hunda í atvinnuskyni. Allir aðrir eru bara að rækta heima hjá sér, svart og sykurlaust.“ Þarna vísar Ásta til þess að þeir aðilar geri hinu opinbera enga grein fyrir starfsemi sinni. Ásta metur það svo að ofsóknir á hendur sér megi rekja til þessara aðila. „Það er múgæsing. Þeir sem eru að rækta þeim svíður það að okkur gengur rosalega vel. Við erum að flytja inn góð dýr og við erum líka að selja góða hvolpa – gæludýr.“Franski bolabíturinn vinsæll Ásta segist hafa fækkað tegundum á síðustu árum, en nú er hún með Franskan bulldog, Pug, Pommerainian, Maltese, Coton de Tulear og Papillon. Hún segir ómögulegt að segja til um hversu marga hunda hún er að selja að jafnaði á mánuði, en hún er með 41 ræktunarhund. „Það fer eftir gotum. Ég set á tíkurnar eftir því hvað er búið að panta mikið. Og fólkið bíður eftir hvolpunum sínum. Það kemur og heimsækir þá, ég kynnist fólki og finnst þetta yndislegt. Börnin mín eru farin, gift og farin að búa og nú er ég með litlu hundana mína. Þetta eru allt smáhundar. Ef ég væri með 41 Labrodor, til dæmis, þá væri allt annað. Þeir þurfa að hreyfa sig svo mikið. Það er nóg að þessir fari út í gerði og hlaupi og hlaupi á túninu. Þeir þurfa ekki mikla hreyfingu, en þeir þurfa mikla ást. Það er sagt að maður geti verið með tíu smáhunda á móti einum, eins og Labrador. Þeir borða lítið og kúka lítið.“ Og hvað kosta svo hvolparnir? Ásta segir að það sé frá 180 þúsund krónum allt uppí 350 þúsund, en þar er um að ræða Franska bulldog-inn. „Hann er mjög vinsæll í dag. Ég er með tvö got í gangi og það er allt upppantað.“
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira