Lítið var um uppákomur á fyrri æfingunni. Hún gekk vel fyrir sig. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji og Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði. Þá eru taldir allir sem voru innan við sekúndu á eftir Alonso.
Daniel Ricciardo á Red Bull varð fimmti, fyrrum liðsfélagi hans hjá Toro Rosso, Jean-Eric Vergne sem enn ekur fyrir liðið varð sjötti. Vergne hefur þar með staðið að vissu leyti við yfirlýsingar gærdagsins. Hann sagði að hann hefði staðið sig jafn vel og Ricciardo hefði hann fengið tækifærið hjá stóra liðinu.

Pastor Maldonado skaffaði dramatík eins og honum einum er lagið. Hann Lenti í harkalegu samstuði við varnarvegg sem olli milum skemmdum á Lotus bíl hans.
Tímatakan fer fram á morgun og bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 12:50. Keppnin sjálf fer svo fram á sunnudag og þá hefst útsending á Stöð 2 Sport klukkan 11:30.